top of page
20200624_221637_edited.png

Líf í Kristi

Persónuleg vegferð til trúar, vonar og kærleika

All My Stories

hugleiðingar

Um Líf í Kristi

Velkomin á síðuna mína

Líf í Kristi  

Sæl ég heiti Sólveig og hef ávallt brunnið fyrir andlegum málum og andlegri vegferð mannsins.

Ég er menntaður kennari BE.d úr KHÍ og með meistarapróf, MSc í listmeðferð (art therapy) frá Queen Margaret University í Edinborg. Einnig lærði ég sjamanisma og var á þeirri leið í 10 áður en ég varð fyrir sterkri andlegri reynslu sem leiddi mig til Krists.

Áhugi minn á trú og Jesú Krist á ég ekki langt að leita en afi minn, séra Björn Magnússon var prestur á Borg á Mýrum og prófessor í guðfræðideild Háskóla Íslands árum áður, einnig langafi minn var Magnús Bjarnarson, prestur á Prestbakka á Síðu  . Ég ætlaði mér að vera prestur þegar ég var yngri en aðrar andlegar leiðir tóku hug minn. Ég tók Myndlist og kristinfræði sem aðalaval úr KHÍ og kláraði gamla og nýja testamentsfræði og trúarbragðarfræði þar.

Myndlist hefur einnig átt hug minn og skapandi tjáning í gegnum ljóð og myndlist er dásamleg leið að finna gleði og tjá æðri hugmyndir og upplifanir, líkt og tónlist. Listmeðferð er leið myndrænnar tjáningar að vinna úr tilfinningum, áföllum og styrkja sig inn í aukið jafnvægi. Ég hef starfað sem listmeðferðarfræðingur í 17 ár.

Ég starfa sem listmeðferðarfræðingur í dag og sinni börnum, unglingum og fullorðnum á einkastofu.

​

Ég ólst upp við barnatrú og fór í gegnum margar ólíkar leiðir í minni persónulegri leit að Guði.

Þú getur lesið meira um mína leið, minn vitnisburð á þessari síðu.

Þessi síða er til staður hugleiðinga, trúar og vonar í Kristi. 

sólveigprof.jpg

Innblástur

Jesús segir: ég er hinn eini sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn.. Verið í mér, þá verð ég í yður. Greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfum sér nema hún sé á vínviðnum. Eins getið þér ekki heldur borið ávöxt nema þér séuð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt sem er í mér og ég í honum en án mín getið þið alls ekkert gert.

Thanks for submitting!

Contact
  • Twitter
  • Facebook
  • Instagram

© 2023 by by Leap of Faith. Proudly created with Wix.com

bottom of page